Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 14:22 Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira