Lífið

Mikil stemning í Eyjum

Elísabet Hanna skrifar
IMG_1708
Elísabet Hanna

Stemningin á Þjóðhátíð er stórkostleg þar sem hún fer fram í fyrsta skipti síðan árið 2019. Veðrið leikur við gesti hátíðarinnar sem njóta þess að fylgjast með skemmtilegri dagskrá, rölta á milli hvítu tjaldanna og spóka sig um í sólinni.

Heimamenn eru á einu máli um að gleðin sé allsráðandi en fréttamaður hitti á nokkra hátíðargesti fyrr í dag líkt og sjá má hér að neðan. Sumir gestanna hafa aldrei misst úr hátíð á meðan aðrir eru að upplifa sína fyrstu í allri sinni dýrð. 

Hér má sjá svipmyndir af föstudagskvöldinu þar sem kveikt var á brennunni og Emmsjé Gauti steig á svið á miðnætti. 

Klippa: Stemningin á Þjóðhátíð er engri lík

Tengdar fréttir

Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic

Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson.

„Yfirleitt klárast hann“

Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka.

„Alltaf síðan ég fæddist“

Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×