Samdráttur vegna erlendra færsluhirða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. júlí 2022 20:23 Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi í auknum mæli farið að stunda viðskipti við erlendra færsluhirði í stað íslenskra. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Mælanleg erlend kortavelta hefur dregist saman ef litið er til annarra ferðaþjónustufyrirtækja en bílaleiga, hótela og veitingastaða. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en kortavelta hefur verið ein helsta leiðin til þess að leggja mat á gengi ferðaþjónustunnar. Í umfjöllun vefsíðunnar Túristi um málið kemur fram að erlend kortavelta í flokknum „ýmis ferðaþjónusta“ í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar hafi dregist saman um nærri þriðjung eða 1,3 milljarða séu tölur frá júní 2022 og 2019 bornar saman. Ástæðan að baki þessum mikla samdrætti sé sú að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi í auknum mæli farið að stunda viðskipti við erlendra færsluhirði í stað íslenskra en tölur rannsóknarsetursins ná aðeins yfir upplýsingar frá Netgíró, SaltPay, Valitor og Rapyd. Ekki sé ljóst hversu stór hluti af heildinni það sé sem gögnin nái ekki yfir en í samtali við fyrrnefndan miðil segist Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri efast um að það reynist einfalt að nálgast tölur frá erlendum færsluhirðum. Vægi flokksins „ýmis ferðaþjónusta“ í skýrslu rannsóknarsetursins hafi minnkað úr því að vera 17 prósent af allri erlendri kortaveltu hér á landi í júní 2019 niður í rétt um tíu prósent í júní 2022. Í þessum flokki séu til dæmis íslenskar ferðaskrifstofur, bátaleigur, markaðssetningarfyrirtæki og ferðaskipuleggjendur. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Í umfjöllun vefsíðunnar Túristi um málið kemur fram að erlend kortavelta í flokknum „ýmis ferðaþjónusta“ í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar hafi dregist saman um nærri þriðjung eða 1,3 milljarða séu tölur frá júní 2022 og 2019 bornar saman. Ástæðan að baki þessum mikla samdrætti sé sú að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi í auknum mæli farið að stunda viðskipti við erlendra færsluhirði í stað íslenskra en tölur rannsóknarsetursins ná aðeins yfir upplýsingar frá Netgíró, SaltPay, Valitor og Rapyd. Ekki sé ljóst hversu stór hluti af heildinni það sé sem gögnin nái ekki yfir en í samtali við fyrrnefndan miðil segist Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri efast um að það reynist einfalt að nálgast tölur frá erlendum færsluhirðum. Vægi flokksins „ýmis ferðaþjónusta“ í skýrslu rannsóknarsetursins hafi minnkað úr því að vera 17 prósent af allri erlendri kortaveltu hér á landi í júní 2019 niður í rétt um tíu prósent í júní 2022. Í þessum flokki séu til dæmis íslenskar ferðaskrifstofur, bátaleigur, markaðssetningarfyrirtæki og ferðaskipuleggjendur.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira