Engin plön hjá FIFA um að færa HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:30 Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk nóg af bikunum eftir HM í Frakklandi árið 2019. Getty/Jose Breton Alþjóða knattspyrnusambandið segir ekkert til í þeim orðrómi að FIFA sé að kanna möguleikann á því að færa næsta heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem á að fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira