Fimm drepnir og 25 særðir í árás Rússa á Kropyvnytskyi Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2022 15:58 Úkraínskir hermenn á framlínunni í Kharkiv-héraði skjóta úr fallbyssum í átt að Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Fimm voru drepnir og 25 særðust í loftárás Rússa á Kropyvnytskyi fyrr í dag. Rússar halda áfram loftárásum sínum í suðri og austri Úkraínu en eru auk þess farnir að beina sjónum sínum aftur að Kænugarði í fyrsta skiptið í margar vikur. Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs. Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra. Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa. Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán. Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur. Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað. The illegal and unprovoked invasion of Ukraine is continuing. The map below is the latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 28 July 2022Find out more about the UK government's response: https://t.co/qMPs8CICqw #StandWithUkraine pic.twitter.com/EcU9CGVPlz— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 28, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Eldflaugar hæfðu flugskýli í loftárása Rússa í Kropyvnytskyi með þeim afleiðingum að fimm létust og að minnsta kosti 25 særðust, segir Andriy Raikovych, yfirmaður stjórnsýslu Kirovohrad-héraðs. Að sögn embættismanna þar í landi voru tólf hinna særðu úkraínskir hermenn en þrettán almennir borgarar. Þá er talið að einn þeirra sem lést hafi verið hermaður en ekkert kemur fram um hina fjóra. Loftárásir Rússa halda áfram en gagnárás Úkraínumanna styrkist Kropyvnytskyi er í Kirovohrad-héraði sem er norðan við borgina Mykolaiv sem hefur setið undir reglulegum loftárásum Rússa. Samkvæmt Ukrinform, ríkismiðli Úkraínu, skutu Rússar líka eldflaugum á Kropyvnytskyi í síðustu viku og drápu þrjá og særðu sextán. Ásamt því að halda áfram árásum sínum á suður-, suðaustur- og austurhluta Úkraínu skutu Rússar eldflaugum á Kænugarð í morgun í fyrstu árásum þeirra á höfuðborgina í margar vikur. Á sama tíma hafa Úkraínumenn hafið gagnárás í suðri til að endurheimta Kherson-hérað. The illegal and unprovoked invasion of Ukraine is continuing. The map below is the latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 28 July 2022Find out more about the UK government's response: https://t.co/qMPs8CICqw #StandWithUkraine pic.twitter.com/EcU9CGVPlz— Ministry of Defence (@DefenceHQ) July 28, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38