Mjög sérstök framkoma að greiða ekki laun fyrir helgina Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 14:24 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segir það mjög sérstaka framkomu af hálfu Fjársýslu ríkisins ef rétt reynist að hún hafi brugðið frá venjunni með því að greiða ekki út laun fyrr en fyrsta virka dag mánaðar. Forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins segir stofnunina ávallt hafa greitt laun með sama fyrirkomulagi. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki borist neinar kvartanir frá félagsmönnum Sameykis vegna þess að laun þeirra verða ekki greidd út fyrr en á þriðjudag eftir verslunarmannahelgi. „En það er algjört aukaatriði. Það er hefðin eftir því sem ég best veit að ganga frá greiðslu launa á síðasta virka degi fyrir fyrsta virka dag nýs mánaðar. Þannig að launafólk sé komið með greiðslu inn á sína reikninga til að geta borgað reikninga fyrir sínum skuldbindingum,“ segir Þórarinn. Hann segir ótrúlegt að ríkisstarfsmenn, sér í lagi heilbrigðisstarfsmenn, sem staðið hafa vaktina í faraldri Covid-19 og margir hverjir einangrað sig félagslega til þess að draga úr hættunni á að bera smit milli manna fái þessar köldu kveðjur frá Fjársýslunni. „Þetta er ósómi,“ segir Þórarinn. Hluti af góðri stefnu að koma starfsfólki ekki í vanda Þórarinn segir að ef raunin sé að Fjársýslan sé nauðbeygð af lögum til að greiða ávallt laun fyrsta virka dag hvers mánaðar án undantekninga verði einfaldlega að breyta lögunum. „Miðað við að allar skuldbindingar sem fólk er með eru venjulega með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar, þá er bara klárt að það þyrfti að breyta því. Þannig að það falli á sama dag, greiðsla skuldbindinga og launa,“ segir hann. Þá segir hann að ríkinu sé í lófa lagið að haga launagreiðslum eins og best verði fyrir komið fyrir launþegana. Um sé að ræða rafrænar greiðslur sem ekkert mál sé að stilla á fyrsta dag hvers mánaðar, burt séð frá því hvort það sé virkur dagur. „Hvernig dettur fólki þá í hug að vera að tefja þetta fram á annan? Ég bara skil þetta ekki,“ segir hann. „Það er hluti af góðri mannauðsstjórnun og stefnu að vera ekki að setja fólk í neinn vanda. Það er bara hluti af góðum starfsháttum,“ segir Þórarinn. Ekki rétt að um breytingu sé að ræða Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins, að ekki sé rétt að Fjársýslan beiti óvænt heimild til að greiða laun á fyrsta virka degi nýs mánaðar, en það kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Fjársýsla ríkisins hefur ávallt greitt laun ríkisstarfsmanna fyrsta virkan daga hvers mánaðar í samræmi við 10. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæði ráðningarsamninga ríkisstarfsmanna, og er því ekki um breytingu að ræða frá því sem áður hefur verið,“ segir í svari Helgu. Þá bendir hún á tilkynningu á vef Fjársýslunnar um útborgun launa um mánaðarmótin. „Að gefnu tilefni minnum við á að laun skulu greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar skv. 10.gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar sem 1. ágúst ber upp á frídag verslunarmanna er útborgunardagur launa þriðjudaginn 2. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Helga að álíka tilkynningar hafi til dæmis verið birtar á vefnum dagana 28.2.2020,29.5.2020. 29.10.2020 og 26.7.2021 og því sé ekki rétt að Fjársýslan greiði laun á óeðlilegum tíma núna. Athygli vekur að 1. ágúst í fyrra féll á sunnudag og laun ríkisstarfsmanna voru því ekki greidd út fyrr en 3. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá 26. júlí 2021. Uppfært kl. 15:27. Frá því að fréttin var birt hafa fjölmargir ríkisstarfsmenn sett sig í samband við Vísi og sagst ekki kannast við orð Helgu. Þeir hafi ávallt, nema einu sinni í maí á þessu ári, fengið laun sín greidd síðasta virka dag mánaðar þegar fyrsti dagur mánaðar lendir ekki á virkum degi. Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki borist neinar kvartanir frá félagsmönnum Sameykis vegna þess að laun þeirra verða ekki greidd út fyrr en á þriðjudag eftir verslunarmannahelgi. „En það er algjört aukaatriði. Það er hefðin eftir því sem ég best veit að ganga frá greiðslu launa á síðasta virka degi fyrir fyrsta virka dag nýs mánaðar. Þannig að launafólk sé komið með greiðslu inn á sína reikninga til að geta borgað reikninga fyrir sínum skuldbindingum,“ segir Þórarinn. Hann segir ótrúlegt að ríkisstarfsmenn, sér í lagi heilbrigðisstarfsmenn, sem staðið hafa vaktina í faraldri Covid-19 og margir hverjir einangrað sig félagslega til þess að draga úr hættunni á að bera smit milli manna fái þessar köldu kveðjur frá Fjársýslunni. „Þetta er ósómi,“ segir Þórarinn. Hluti af góðri stefnu að koma starfsfólki ekki í vanda Þórarinn segir að ef raunin sé að Fjársýslan sé nauðbeygð af lögum til að greiða ávallt laun fyrsta virka dag hvers mánaðar án undantekninga verði einfaldlega að breyta lögunum. „Miðað við að allar skuldbindingar sem fólk er með eru venjulega með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar, þá er bara klárt að það þyrfti að breyta því. Þannig að það falli á sama dag, greiðsla skuldbindinga og launa,“ segir hann. Þá segir hann að ríkinu sé í lófa lagið að haga launagreiðslum eins og best verði fyrir komið fyrir launþegana. Um sé að ræða rafrænar greiðslur sem ekkert mál sé að stilla á fyrsta dag hvers mánaðar, burt séð frá því hvort það sé virkur dagur. „Hvernig dettur fólki þá í hug að vera að tefja þetta fram á annan? Ég bara skil þetta ekki,“ segir hann. „Það er hluti af góðri mannauðsstjórnun og stefnu að vera ekki að setja fólk í neinn vanda. Það er bara hluti af góðum starfsháttum,“ segir Þórarinn. Ekki rétt að um breytingu sé að ræða Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins, að ekki sé rétt að Fjársýslan beiti óvænt heimild til að greiða laun á fyrsta virka degi nýs mánaðar, en það kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Fjársýsla ríkisins hefur ávallt greitt laun ríkisstarfsmanna fyrsta virkan daga hvers mánaðar í samræmi við 10. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæði ráðningarsamninga ríkisstarfsmanna, og er því ekki um breytingu að ræða frá því sem áður hefur verið,“ segir í svari Helgu. Þá bendir hún á tilkynningu á vef Fjársýslunnar um útborgun launa um mánaðarmótin. „Að gefnu tilefni minnum við á að laun skulu greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar skv. 10.gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar sem 1. ágúst ber upp á frídag verslunarmanna er útborgunardagur launa þriðjudaginn 2. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Helga að álíka tilkynningar hafi til dæmis verið birtar á vefnum dagana 28.2.2020,29.5.2020. 29.10.2020 og 26.7.2021 og því sé ekki rétt að Fjársýslan greiði laun á óeðlilegum tíma núna. Athygli vekur að 1. ágúst í fyrra féll á sunnudag og laun ríkisstarfsmanna voru því ekki greidd út fyrr en 3. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá 26. júlí 2021. Uppfært kl. 15:27. Frá því að fréttin var birt hafa fjölmargir ríkisstarfsmenn sett sig í samband við Vísi og sagst ekki kannast við orð Helgu. Þeir hafi ávallt, nema einu sinni í maí á þessu ári, fengið laun sín greidd síðasta virka dag mánaðar þegar fyrsti dagur mánaðar lendir ekki á virkum degi.
Kjaramál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira