Innlent

Burðardýr í fjórtán mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Karlmaður frá Nígeríu var í síðustu viku dæmdur í fjórtán mánað fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 900 grömmum af kókaíni.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Fíkniefnin flutti maðurinn með flugi frá Mílanó og telst það meiri háttar fíkniefnalagabrot. Maðurinn játaði skýlaust sök en til grundvallar var lagt að maðurinn hafi einungis komið að flutningi efnanna, hvorki skipulagningu né fjármögnun innflutningsins.

Manninum hafði ekki áður verið gerð refsing og að gættu magni og styrkleika efnanna var refsing ákveðin fjórtán mánaða fangelsi. Til frádráttar kom gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 22. maí til dómsuppkvaðningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×