Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 15:21 Lögreglumaður stendur nærri lögreglubifreið á vettvangi skotárásar í Langley í dag. Ap/The Canadian Press/Darryl Dyck Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira