Erlent

Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Abdoulaye Diop, utanríkisráðherra Malí, og Sergei Lavrov, kollegi hans frá Rússlandi. Myndin var tekin þegar Diop heimsótti Rússland.
Abdoulaye Diop, utanríkisráðherra Malí, og Sergei Lavrov, kollegi hans frá Rússlandi. Myndin var tekin þegar Diop heimsótti Rússland. EPA/YURI KADOBNOV

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar.

Mörg Afríkuríki eiga bæði mjög flókna sögu bæði með Evrópu og það sem áður voru Sovétríkin. Þau hafa því mörg forðast það eins og heitan eldinn að lýsa yfir stuðningi við annað hvort Úkraínu eða Rússland vegna stríðsins. Mörg Afríkuríkja kaupa gríðarlegt magn af korni frá Rússlandi og orku, sem aukist hefur með hverju árinu. Úkraína er hins vegar stór útflutningsaðili korns til álfunnar. Afríkuríki hafa auk þess notið góðs af viðskiptasamböndum við vestrið.

Lavrov hefur þegar heimsótt Egyptaland og fer til Úganda að lokinni heimsókn til Kongó. Þar á eftir fer hann til Eþíópíu. Vesturveldin hafa einnig fundað með leiðtogum Afríkuríkja undanfarna daga. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun heimsækja Kamerún, Benín og Gíneu-Bissa. Þá mun Mike Hammer, sérstakur sendimaður Bandaríkjanna, fara til Egyptalands og Eþíópíu í vikunni. 

Í grein, sem birtust í dagblöðum landanna fjögurra sem Lavrov hyggst heimsækja, hrósaði Lavrov Afríku fyrir að hafa ekki bugast undan þrýstingi Vestursins til að skapa, það sem hann kallaði, „einpóla veröld.“


Tengdar fréttir

Vestur­lönd sníði reglur sínar eftir hentug­leika

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir.

Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð

Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×