Ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 12:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu. Vísir/Vilhelm Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. „Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“ Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13
Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45
Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29