Perla Sól vann sögulegan sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 17:22 Perla Sól Sigurbrandsdóttir er feykilega efnilegur kylfingur og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hennar. Mynd/Sigurður Elvar Þórólfsson Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni. Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira