Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júlí 2022 14:31 Sean Gladwell/GettyImages Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt. Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira