Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 13:30 Eyjamenn fögnuðu ákaft sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Stöð 2 Sport Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings Besta deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Halldór Jón Sigurður Þórðarson stal senunni í Vestmannaeyjum þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍBV á Val. Leikurinn reyndist vera kveðjuleikur Heimis Guðjónssonar því Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari Vals í hans stað. Aron Jóhannsson skoraði bæði mörk Vals og jafnaði metin þegar korter var til leiksloka en Halldór gerði sigurmark ÍBV í uppbótartíma og Eyjamenn gátu þar með fagnað sínum fyrsta sigri í sumar. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Vals Leikur Keflavíkur og Breiðabliks reyndist mikil rússíbanareið en eftir að Keflavík hafði komist í 2-1, með mörkum frá Adam Árna Róbertssyni og Patrik Johannesen, náði Höskuldur Gunnlaugsson að tryggja Breiðablik sigur með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Seinna mark Höskuldar kom úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti maður deildarinnar, krækti í við litla hrifningu Keflvíkinga. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Breiðabliks KA-menn settu upp sýningu í Breiðholti með 5-0 sigri á Leikni. Þar stóð upp úr lokamarkið, magnað einstaklingsframtak úr smiðju Sveins Margeirs Haukssonar sem hóf það á því að leika á tvo Leiknismenn á eigin vallarhelmingi. Áður hafði Nökkvi Þeyr Þórisson skorað tvö mörk og þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson sitt markið hvor. Klippa: Mörk KA gegn Leikni Fyrr í dag var hér á Vísi fjallað um stórglæsilegt mark Ólafs Karls Finsen sem skoraði eitt af þremur mörkum Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍA. Emil Atlason skoraði fyrsta markið og Ísak Andri Sigurgeirsson það síðasta eftir undirbúning Emils. Klippa: Mörkin í sigri Stjörnunnar á ÍA Á laugardag mættust svo FH og Víkingur þar sem Víkingar unnu 3-0 útisigur með mörkum í seinni hálfleik, frá Loga Tómassyni, Birni Snæ Ingasyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni sem gerði sjálfsmark. Mark Birnis kom eftir sendingu Danijels Dejan Djuric sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Klippa: Mörkin úr leik FH gegn Víkings
Besta deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira