„Já, ég sagði 35 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce var í skýjunum eftir magnaðan sigur sinn í 100 metra hlaupi á HM í nótt. AP/Charlie Riedel Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum. Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira