Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 18:33 Með stuttu millibili hafa þrír einstaklingar skráð sig til heimilis heima hjá Þóri Kjartanssyni, án hans leyfis. Hann kallar eftir breytingum hjá Þjóðskrá. Aðsend Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“ Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“
Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira