Íslenski boltinn

Ísland upp um fimm sæti og fjórða Evrópusætið í sjónmáli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistarar Víkings taka þátt í annarri umferð Sambandsdeildarinnar.
Íslandsmeistarar Víkings taka þátt í annarri umferð Sambandsdeildarinnar.

Gott gengi íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum í knattspyrnu undanfarið hefur skilað landinu upp um fimm sæti á styrkleikalista UEFA.

Víkingur, Breiðablik og KR hafa verið fulltrúar Íslands í Evrópukeppnum þetta tímabilið. Víkingur og Breiðablik eru komin í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, en KR er úr leik.

Liðin þrjú hafa leikið átta leiki í Evrópukeppnum á tímabilinu. Víkingur hóf leik í undankeppni fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar, en Breiðablik og KR fóru beint í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Í þessum átta leikjum hafa íslensku liðin unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fyrir þessa leiki sat Ísland í 52. sæti af 55 á styrleikalista UEFA, en þessi árangur hefur skilað Íslandi upp í 47. sæti.

Ísland hef­ur farið upp­fyr­ir Wales, Alban­íu, Gíbralt­ar, Andorra og Liechten­stein á listanum.

Víkingur og Beiðablik mæta einmitt liðum frá löndum sem eru i kringum okkur Íslendinga á lstanum. Víkingur mætir velska liðinu The New Saints í annarri umferð Sambandsdeildarinnar, en Breiðablik mætir Buducnost Pod­g­orica frá Svart­fjalla­landi.

Ef íslensku liðin halda góðu gengi sínu áfram og fari fram sem horfir mun Ísland því endurheimta fjórða Evrópusætið sitt sem keppt yrði um í Bestu-deild karla á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×