Innlent

Tveimur bjargað úr lekum báti

Árni Sæberg skrifar
Dælur höfðu ekki undan lekanum sem kom að bátnum.
Dælur höfðu ekki undan lekanum sem kom að bátnum. Aðsend

Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát.

Klukkan 07:20 í morgun barst neyðarkall frá bátnum og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út á hæsta forgangi ásamt nærstöddum bátum. Klukkan 07:26 voru mennirnir komnir um borð í nærstaddan bát.

Svo virðist sem litlu hafi mátt muna þar sem skömmu síðar var báturinn kominn á hliðina og marraði í hálfu kafi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Tilkynningin ber titilinn Mannbjörg á Breiðafirði.

Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað á vettvang og skoðar nú möguleika á að draga bátinn í land.

Björgunarsveitarmenn skoðuðu í morgun hvort reyna ætti að draga bátinn að landi.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×