Sterling kveður City: „Þvílíkt ferðalag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 13:30 Raheem Sterling er að ganga til liðs við Chelsea eftir sjö ár hjá Manchester City. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling hefur sent Englandsmeisturum Manchester City skilaboð þar sem hann kveður félagið og stuðningsmenn þess, en Sterling er á leið til Chelsea. Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira