Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 09:30 Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska liðsins og eina konan í þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira