Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júlí 2022 14:31 Frá viðureign Real Madrid og Barcelona á síðasta keppnistímabili. GettyImages Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki? Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki?
Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01
„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46
Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01
Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01
Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00