Erlent

Fimm­tán látin eftir skot­á­rás á krá

Árni Sæberg skrifar
Sjúkraflutningamenn flytja lík af vettvangi þar sem fimmtán voru myrt.
Sjúkraflutningamenn flytja lík af vettvangi þar sem fimmtán voru myrt. Shiraaz Mohamed/AP

Fimmtán eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir að hópur manna skaut á kráargesti í Soweto í Suður-Afríku.

Lögreglan í Jóhannesborg rannsakar nú skotárás þar sem hópur manna eru sagður hafa komið að krá í úthverfinu Soweto með stórum leigubíl og hafið skotárás á kráargesti seint á laugardagskvöld.

„Frumrannsókn bendir til þess að fólk hafi verið að skemmta sér á krá með öll tilskilin leyfi á hefðbundnum opnunartíma. Skyndilega heyrði það skothljóð og reyndi að forða sér,“ segir lögreglustjórinn í Gauteng-héraði, Elias Mawela, í samtali við AP.

Þá segir hann að fjöldi skothylkja sem fundist hefur á vettvangi bendi til þess að margir hafi verið að verki.

Í frétt AP um málið segir að önnur skotárás hafi verið framin í Suður-Afríku í gærkvöldi. Nánar tiltekið á krá í borginni Pietermaritzburg. Tveir menn skutu þar fjóra til bana og átta hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsi eftir árásina.

Þá eru aðeins tvær vikur frá því að 21 ungmenni fannst látið á krá í borginni East London í landinu.


Tengdar fréttir

Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku

Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×