Karólína Lea: Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir fyrsta Evrópumótinu sínu eins og fleiri í íslenska hópnum. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er kannski ung að árum en hún er komin til þýska stórliðsins Bayern München og í lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu. Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira