Fótbolti

Þorsteinn um meiðsli Cecilíu: Vonandi verður hún bara áfram með okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. Hún meiddist strax í upphitun í gær.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. Hún meiddist strax í upphitun í gær. Vísir/Vilhelm

Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður ekki send heim af Evrópumótinu nema ef lið hennar, Bayern München, pressar á það. Landsliðsþjálfarinn ræddi meiðsli markvarðarins unga á blaðamannafundi í dag.

Næstyngsti leikamður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu varð fyrir miklu áfalli degi fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í Englandi.

Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fingurbrotnaði á föstudagsæfingu liðsins í Crewe og í dag kom í ljós að hún er fingurbrotin og verður því ekkert með íslenska liðinu á þessu Evrópumóti.

Cecilía Rán er framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins og hafði nýverið gert samning við þýska stórliðið Bayern Münhcen. Hún skrifaði undir samninginn með vinstri í voru því hafði hún handarbrotnað. Cecilía náði sér í tíma fyrir EM en nú brýtur hún aftur bein og að þessu sinni hefur það mögulega af henni Evrópumótið.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, var spurður út í meiðsli Cecilía Rán á blaðamannafundi í dag.

„Hún meiðist bara í upphitun, fær laust skot á litla fingur og brotnar. Framhald hennar á EM er ekki alveg ennþá komið í ljós. Vonandi verður hún bara áfram með okkur en við eigum eftir að fara yfir það með Bayern München,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.

Hann hefur þegar kallað á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og kemur hún til móts við íslenska liðið á morgun.

Klippa: Blaða­manna­fundur fyrir leikinn gegn Belgíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×