Gisting úti á Fjallsárlóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 08:29 Sem stendur er einungis einn húsbátur á lóninu en annar bætist við á næstunni. Fjallsárlón Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“ Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira