Fótbolti

Stór Belgíu­fundur á dag­­skrá hjá stelpunum í kastalanum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sjást hér fyrir utan hótel landsliðsins í dag.
Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sjást hér fyrir utan hótel landsliðsins í dag. Vísir/Vilhelm

Fyrsti mótherji íslensku stelpnanna á EM í Englandi er lið Belgíu og nú eru bara tveir dagar í leikinn.

Fram að þessu hafa leikmenn íslenska kvennalandsliðsins ekki getað sagt mikið í viðtölum um fyrstu mótherja íslenska liðsins á Evrópumótinu.

Æfingar liðsins hafa hingað til snerist meira um þær sjálfar en nú er komið að því að fara skoða Belgana betur.

Í viðtölum við fjölmiðlamenn í dag þá sögðu stelpurnar frá mikilvægum fundi sem verður haldinn í kastalanum í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir vissi aðspurð ekki mikið um Belgana. „Í rauninni ekki mikið akkúrat núna. Við förum á fund í kvöld þar sem við förum yfir hvernig þær spila og hvernig við komum til leiks,“ sagði Berglind.

„Við erum ekkert búnar að fara neitt rosalega djúpt í Belgíu. Við erum aðallega búnar að einbeita okkur að okkar leik. Við fórum aðeins yfir það hvernig þær spila á æfingu í dag og förum síðan á ítarlegan fund í kvöld um Belgíuliðið,“ sagði Guðrún Arnardóttir.

Ísland mætir Belgíu á sunnudaginn í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×