Hótaði að myrða mann með smjörhníf Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 15:27 Líflátshótunin var höfð uppi í matsal ótilgreinds gistiskýlis. Þetta gistiskýli er á Lindargötu í Reykjavík. Stöð 2/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira