Innlent

Sóttu átta­tíu manns á Lauga­veginn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hópurinn lagði af stað frá Landmannalaugum í gær.
Hópurinn lagði af stað frá Landmannalaugum í gær. Getty/Ratnakorn Piyasirisorost

Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega.

Mbl.is greinir frá þessu en að sögn Ársæls Haukssonar, eiganda South Coast Adventure, hefði það verið hræðilegt fyrir hópinn að eyða nóttinni í tjaldi.

Hann hrósar skálavörðum Ferðafélag Íslands fyrir að upplýsa fólk vel um aðstæður en einhverjir úr hópnum voru með skálapláss í Emstrum og gistu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×