Innlent

Hákon ráðinn nýr þjóð­garðs­vörður

Atli Ísleifsson skrifar
Hákon Ásgeirsson hóf störf um nýliðin mánaðamót.
Hákon Ásgeirsson hóf störf um nýliðin mánaðamót. UST/Getty

Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að Hákon sé með BSc og MSc í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig hafi hann lokið námi í garðyrkjufræðum frá sama háskóla. 

„Hákon starfaði sem landvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli sumrin 2006-2009 og 2011. Frá hausti 2011 – 2016 starfaði hann sem sérfræðingur á sunnanverðum Vestfjörðum og hafði þar umsjón með náttúruverndarsvæðum. 

Undanfarin rúm fimm ár hefur Hákon unnið sem sérfræðingur á Suðurlandi og miðhálendinu, m.a. með umsjón með Friðlands að Fjallabaki. Einnig hefur hann verið teymisstjóri í teymi náttúruverndarsvæða undanfarin fjögur ár. Hákon hóf störf 1. júlí síðastliðinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×