Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:44 Robert E. Crimo mætti í dómsal í gegnum fjarfundarbúnað í dag og var beiðni hans um lausn gegn tryggingu hafnað. Ap Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Higland Park er úthverfi Chicago í Illinois en eftir árásina dulbjó Crimo sig sem konu og flúði meðal almennings. Hann skildi hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni Smith & Wesson M&P15 eftir á þakinu sem hann hóf skothríðina en var með annan sambærilegan riffil í bíl sínum og um sextíu skot. Frá þakinu skaut Crimo 83 skotum en auk þeirra sjö sem dóu eru rúmlega þrjátíu sagðir hafa særst og þar af eru einhverjir enn í alvarlegu ástandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Játar og á yfir höfði sér lífstíðardóm Lögreglan segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og þykir sömuleiðis líklegt að Crimo standi frammi fyrir fleiri ákærum. Meðal annars hafa saksóknarar sagt að hann verði ákærður fyrir morðtilraunir og árásir vegna allra þeirra sem særðust eða slösuðust. „Það eru mun, mun fleiri ákærur á leiðinni,“ hefur AP eftir Eric Rinehart, saksóknara í Lake-sýslu. Kom að öðrum viðburði og íhugaði árás Lögreglan segir Crimo hafa keyrt til Wisconsin eftir árásina í Highland Park og þar hafi hann íhugað að gera aðra skotárás á viðburð sem verið var að halda í bænum Middleton vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglunnar segir Crimo hafa viðurkennt að hann hefði „íhugað það alvarlega“ en hætt við þar sem hann hefði ekkert getað undirbúið sig. Hann sneri því aftur til Illinois þar sem lögregluþjónn sá hann og var Crimo handtekinn eftir stutta eftirför. Í gær sagðist lögmaður ætla að verja Crimo og að hann myndi lýsa yfir sakleysi sínu. Sá lögmaður hætti þó við í dag og var Crimo útvegaður verjandi. Eins og áður segir hefur lögreglan gefið út að Crimo hafi játað brot sín við yfirheyrslu. Hótaði að „drepa alla“ Crimo átti fimm skotvopn og hafði hann keypt þau með löglegum hætti á undanförnu ári. Spurningar eru uppi um hvernig það megi vera, miðað við það að árið 2019 voru lögregluþjónar kallaðir að heimil Crimo og foreldra hans eftir að fjölskyldumeðlimur hringdi á lögregluna. Sá sagði Crimo hafa hótað því að „drepa alla“. Lögregluþjónar gerðu sextán hnífa upptæka, auk eins rýtings og sverðs. Hann er ekki talinn hafa átt skotvopn á þeim tíma en þetta var í september 2019. Fyrr sama ár voru lögregluþjónar kallaðir til vegna sjálfsvígstilraunar Crimo. Það var svo í desember 2019 sem Crimo sótti um skotvopnaleyfi, með stuðningi föður síns. Lögreglan segir að á þeim tíma hafi ekki þótt tilefni til að hafna umsókninni. Þetta er eitt af nokkrum tilfellum þar sem ungir menn sem sýndu skýr ummerki vandræða með geðheilsu, gátu keypt sér riffla og framið fjöldamorð í Bandaríkjunum. Rinehart segir að vel komi til greina að ákæra foreldra Crimo en það muni velta á framgangi rannsóknar lögreglunnar. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 Chicago um þá sem dóu í árásinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50 Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Búið að handtaka árásarmanninn Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. 4. júlí 2022 23:50
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56