Innlent

Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Bera þurfti konuna um tveggja kílómetra leið.
Bera þurfti konuna um tveggja kílómetra leið. Landsbjörg

Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið í um 400 metra hæð og hafi þurft að bera hana um tveggja kílómetra leið.

Búið sé að koma henni niður og í sjúkrabíl.

Einnig barst útkall til björgunarsveita á Snæfellsnesi eftir að kona datt haf hestbaki í Löngufjörum. Sjúkrabíll komst ekki á vettvang og var björgunarsveitarfólk beðið um að flytja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×