Fordómar í heilbrigðiskerfinu og bankakerfinu á Íslandi Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 6. júlí 2022 15:01 Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu. Þegar kemur að fordómum á Íslandi þá langar mig fyrst að segja ykkur þrjár frásagnir af upplifun minni af heilbrigðiskerfinu okkar. Fyrir þó nokkrum árum var ung kona sem ég þekkti þó ekki á þeim tíma haldin mikilli vanlíðan og sársauka og skar sig þó nokkrum sinnum í hendina með stórum eldhúshníf sem varð þess valdandi að hún endaði með marga stóra upphleyfta skurði á hendinni. Á einum tímapunkti meðan hjúkrunarkonan var að sauma skurðina þá leit hún upp og sagði: „Veistu, ef þú ætlar að gera þetta rétt þá gerir þú þetta svona.“ Og sýndi henni réttu aðferðina við að taka sitt eigið líf með hníf. Fyrir utan þessa siðblindu hegðun hjúkrunarkonunnar þá vissu hún vel að unga konan var ekki að reyna að taka sitt eigið líf, heldur var hún að skera sig í hendina vegna mikils andlegs vanlíðan, en sumt fólk sem upplifir mikinn andlegan sársauka gerir það af ýmsum ástæðum sem ég ætla ekki að fara frekar út í hér og hjúkrunarkonan vissi það vel sem heilbrigðisstarfsmaður. Ég varð fyrir miklu sjokki að heyra þessa frásögn konunnar þegar ég kynntist henni nokkrum árum eftir þennan atburð og trúði henni ekki í fyrstu en þessi unga kona sagði að svona framkoma í heilbrigðiskerfinu væri ekkert óalgeng og þekkti hún mörg svona dæmi af ýmsum toga þegar fólk leitaði sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Einnig talaði hún um neikvætt viðmót sumra hjúkrunarfræðinga og ókurteisi þegar kemur að mæðrum sem eru að eignast barn og geta ekki af mismunandi ástæðum haft barn sitt á brjósti. Þá hafa þær upplifað að vera dæmdar og ýmisleg óviðeigandi orð sem særa verið sagðar við þær af hjúkrunarfræðingum sem er með ólíkindum og á ekki að eiga sér stað. Önnur frásögn er af ungri konu sem í þrjú ár var búin að fara upp á bráðamóttöku í svo miklum líkamlegum sársauka í kvið og baki sem dreyfði sér síðan um líkamann að hún vildi einfaldlega deyja. Var orðin langþreytt af kvölum árum saman. Þessi unga kona var haldin töluverðri offitu og glímdi einnig við geðhvarfasýki. Alltaf var hún send aftur heim með verkjalyf og gert lítið úr hennar sársauka. Hún varð beinlínis fyrir aðkasti. Það var einfaldlega ekki tekið mark á henni. Það var ekki fyrr en ungur læknir, ný útskrifaður tók á móti henni eftir 3 ára kvöl og sagði ,,Það er augljóst að þú ert með gallsteina.” Og viti menn að það var rétt hjá honum og eftir aðgerðina fékk hún að fara með gallsteinana með sér heim og þeir voru svo margir og stórir að þeir fylltu heilt glas sem notað er í þvagprufum. Þessi eina frásögn er bæði vanræksla og fordómar hjúkrunarfræðinga og lækna sem þarna koma við sögu á hæsta stigi. Við erum að tala um þrjú ár af kvölum sem konan gekk í gegnum því það var ekki hlustað á hana. Ekki tekið mark á henni. Þriðja sagan er af ungum strák sem skar sig líka í hendina vegna mikils vanlíðan og á meðan hjúkrunarkonan var að sauma hann þá komu augnablik þar sem hún brosti og hristi hausinn meðal annars, eins og þessi atburður væri aðhlátursefni. Þessi hegðun hjúkrunarfræðings hjálpaði ekki þessum unga manni. En samúð, kærleikur og umræða um sálræn líðan mannsins hefði gert það. Það er nefnilega til fólk í öllum stéttum á Íslandi sem er ekki hæft sínu starfi og á ekki að mínu mati ekki að vera við þá vinnu. Ég hef heyrt margar fleiri sögur af heilbrigðiskerfinu þar sem eru fordómar í garðs fólks af ákveðnum toga hvort sem það er fólk með offitu, geðræn vandamál, fíknivandamál eða fólk sem við myndum flokka sem ,,venjulegt” þó ég telji ,,venjulegt” ekki vera til og svo einnig einfaldlega sögur af vanrækslu lækna og hjúkrunarfræðinga. En ég læt þessar frásagnir nægja í bili. Hafandi sagt þetta þá tel ég vegna minnar eigin upplifunar 90% hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi eiga heima í sinnu vinnu og ég horfi á þá sem nokkurskonar engla ef ég má nota það orð. Mér er sérstaklega minnistæð ein hjúkrunarkona sem vinnur á gjörgæsludeild og heitir Birna en henni mun ég aldrei gleyma það sem eftir er af mínu lífi. En ég er greindur með flogaveiki en hef verið það heppinn að það hafa yfirleitt liðið tvö til þrjú ár sem ég hef fengið það sem kallast alflog, en í þeim fell ég í gólfið og missi meðvitund. En hlutaflog hefur verið partur af lífi mínu þangað til fyrir ári síðan þegar ég fékk réttu lyfin en hlutaflog er lítið flog þar sem ég missi ekki meðvitund. Fyrir rúmu ári síðan fékk ég stærsta flog sem ég hef fengið á ævinni og endaði í öndunarvél í fjóra eða fimm daga. Hægri öxlin á mér brotnaði mjög illa og eins hægri upphandleggur og er ég með tvær plötur á öxlinni og sjö skrúfur í handleggnum. Vinstri upphandleggur brotnaði líka en slapp við aðgerð. Hryggjaliðir brákuðust og brotnuðu og sá neðsti féll niður og var ég í göngugrind í tvo mánuði. Annað lungað á mér féll saman og ég fékk á endanum lungnabólgu. Ég fékk líka garnaflækju sem endaði sem 7 tíma aðgerð þar sem stór hluti af þörmunum à mér voru teknir og ber ég þess merki að vera með stóran skurð á maganum. Ég verð ævinlega þakklátur skurðlækninum því ég hefði getað endað með stóma poka eins og foreldrum mínum var tilkynnt fyrir aðgerð. Flogið var það stórt að það hafði áhrif á minnið mitt. Ég man ekki dagana á undan floginu né dagana eftir öndunarvélina. Allar hjúkrunarkonurnar og læknarnir voru búnar að kynnast mér að einhverju leyti en þegar ég fór að fá stöðugt minni og meðvitund og byrja að vera var við umhverfi mitt þá þurftu þau öll að kynna sig á nýjan leik fyrir mér og ég að kynnast þeim. Ég tel að minnisleysið í heild hafi varað með öllu í 10 til 14 daga en ég bara get ekki fullyrt það því fyrst mánuðurinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri er pínu þokukenndur fyrir mér. En Birna á gjörgæsludeild er kona með hjarta úr gulli. Tímunum saman settist hún hjá mér og byrjaði að spjalla við mig og ná mér til baka hugrænt og andlega séð. Það var pínu sjokk fyrir mig að foreldrum mínum hafi verið tilkynnt þegar ég var í öndunarvél að það væru 50% líkur á að ég myndi ekki hafa það af. Að ég hafi næstum því verið dáinn. En Birna hjúkrunarfræðingur tengdist mér á þann hátt að ég á erfitt með að lýsa því. Ég vona að einn daginn fái ég að hitta hana aftur og gefa henni stórt faðmlag og segja henni hve þakklátur ég er fyrir hana og hennar stóra hjarta. Í dag er ég á góðum flogaveiki lyfjum og hef ekki fengið flog síðan. Og einu eftirköstin er öxlin á mér og upphandleggir sem ég finn stundum til í og er með skerta hreyfigetu í hægri öxl. Ég veit ekki afhverju ég lifði þetta af en þegar læknarnir nota sjálfir orðið ,,Kraftaverk” þá er það líklegast kraftaverk og gjöf frá almættinu. Ég vildi segja frá þessari reynslu minni til að sýna fram á það að þegar kemur að fordómum og fólki sem er ekki hæft sínu starfi að þá á það ekki við alla stéttina sem um ræðir. 90% hjúkrunarfræðinga og lækna eru nákvæmlega þar sem þeir eiga að vera og Guð blessi þau öll. Varðandi bankaheiminn og fordóma að þá tel ég lesandi hafa áttað sig á því að vegna flogaveikinnar er ég á örorku. Þegar ég var yngri þá fór ég meðal annars nokkra túra á frystitogurum og vann síðan í löndun í langan tíma og átti því nokkuð af peningum strax sem ungur maður. Ég er líka það heppinn að eiga góða foreldra sem hjálpuðu mér að eignast mína fyrstu fasteign á þrítugsaldri sem þau sjálf höfðu búið í nokkur ár. Fyrir nokkrum árum seldi ég þá fasteign því ég vildi minnka við mig. Ég endaði með þó nokkrar milljónir í vasanum við þá sölu og átti vel fyrir útborgun í nýja íbúð. Ég fór í ákveðinn banka og fer í eitt útibú hans og fæ af einhverjum ástæðum höfnun á fasteignaláni þó ég stæðist vel greiðslumat og væri í A flokki hjá Credit info. En ég ákvað að gefast ekki upp og fór í annað útibú hjá sama banka og fór þar beint til yfirmanns bankans sem hristi hausinn yfir að ég hefði fengið höfnun á fasteignaláninu með þeirri staðreynd að ég ætti vel fyrir útborguninni í fasteignina til þess að fá lán og stæðist vel greiðslumat væri með öllu óskiljanlegt að mér hefði verið hafnað. Það var ekki sagt með orðum á þessum fundi en gefið í skyn undir rós afhverju mér hefði verið hafnað. Ég er á örorku. En þarna fékk ég fasteignalán á staðnum og eignaðist þar með nýja íbúð. Það nefnilega virðist skipta máli á hvernig manneskju þú hittir til þess að fá lán í bankakerfinu. Annar vinur minn átti 5 milljónir í útborgun í íbúð en fékk ekki lán og sú íbúð var alls ekki dýr. Þannig það eru margar svona sögur til hér á Íslandi þegar kemur að fordómum í garð þeirra sem eru á örorku þegar kemur að bankakerfinu og síðan líka heilbrigðiskerfinu. Það sem ég vil koma til skila í þessum pistli er að fólk í þessum stöðum sem við gætum sagt að væri frekar fordómafullt í garð annarra hvort sem það er í bankakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða annarsstaðar í okkar fallega landi setji sig í spor annarra, setji sig í spor þeirra sem nálgast það og hugsi með sér ef að staðan væri öðruvísi og að það væri ,,þau” sem væru hinumegin við borðið. Myndu þau vilja upplifa svona framkomu? Sýnum fólki samúð og skilning. Við erum öll manneskjur með okkar sögu og tilfinningar. Sýnum kærleika og styðjum hvort annað. Við erum öll manneskjur. Það eigum við sameiginlegt. Góðar stundir. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu. Þegar kemur að fordómum á Íslandi þá langar mig fyrst að segja ykkur þrjár frásagnir af upplifun minni af heilbrigðiskerfinu okkar. Fyrir þó nokkrum árum var ung kona sem ég þekkti þó ekki á þeim tíma haldin mikilli vanlíðan og sársauka og skar sig þó nokkrum sinnum í hendina með stórum eldhúshníf sem varð þess valdandi að hún endaði með marga stóra upphleyfta skurði á hendinni. Á einum tímapunkti meðan hjúkrunarkonan var að sauma skurðina þá leit hún upp og sagði: „Veistu, ef þú ætlar að gera þetta rétt þá gerir þú þetta svona.“ Og sýndi henni réttu aðferðina við að taka sitt eigið líf með hníf. Fyrir utan þessa siðblindu hegðun hjúkrunarkonunnar þá vissu hún vel að unga konan var ekki að reyna að taka sitt eigið líf, heldur var hún að skera sig í hendina vegna mikils andlegs vanlíðan, en sumt fólk sem upplifir mikinn andlegan sársauka gerir það af ýmsum ástæðum sem ég ætla ekki að fara frekar út í hér og hjúkrunarkonan vissi það vel sem heilbrigðisstarfsmaður. Ég varð fyrir miklu sjokki að heyra þessa frásögn konunnar þegar ég kynntist henni nokkrum árum eftir þennan atburð og trúði henni ekki í fyrstu en þessi unga kona sagði að svona framkoma í heilbrigðiskerfinu væri ekkert óalgeng og þekkti hún mörg svona dæmi af ýmsum toga þegar fólk leitaði sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Einnig talaði hún um neikvætt viðmót sumra hjúkrunarfræðinga og ókurteisi þegar kemur að mæðrum sem eru að eignast barn og geta ekki af mismunandi ástæðum haft barn sitt á brjósti. Þá hafa þær upplifað að vera dæmdar og ýmisleg óviðeigandi orð sem særa verið sagðar við þær af hjúkrunarfræðingum sem er með ólíkindum og á ekki að eiga sér stað. Önnur frásögn er af ungri konu sem í þrjú ár var búin að fara upp á bráðamóttöku í svo miklum líkamlegum sársauka í kvið og baki sem dreyfði sér síðan um líkamann að hún vildi einfaldlega deyja. Var orðin langþreytt af kvölum árum saman. Þessi unga kona var haldin töluverðri offitu og glímdi einnig við geðhvarfasýki. Alltaf var hún send aftur heim með verkjalyf og gert lítið úr hennar sársauka. Hún varð beinlínis fyrir aðkasti. Það var einfaldlega ekki tekið mark á henni. Það var ekki fyrr en ungur læknir, ný útskrifaður tók á móti henni eftir 3 ára kvöl og sagði ,,Það er augljóst að þú ert með gallsteina.” Og viti menn að það var rétt hjá honum og eftir aðgerðina fékk hún að fara með gallsteinana með sér heim og þeir voru svo margir og stórir að þeir fylltu heilt glas sem notað er í þvagprufum. Þessi eina frásögn er bæði vanræksla og fordómar hjúkrunarfræðinga og lækna sem þarna koma við sögu á hæsta stigi. Við erum að tala um þrjú ár af kvölum sem konan gekk í gegnum því það var ekki hlustað á hana. Ekki tekið mark á henni. Þriðja sagan er af ungum strák sem skar sig líka í hendina vegna mikils vanlíðan og á meðan hjúkrunarkonan var að sauma hann þá komu augnablik þar sem hún brosti og hristi hausinn meðal annars, eins og þessi atburður væri aðhlátursefni. Þessi hegðun hjúkrunarfræðings hjálpaði ekki þessum unga manni. En samúð, kærleikur og umræða um sálræn líðan mannsins hefði gert það. Það er nefnilega til fólk í öllum stéttum á Íslandi sem er ekki hæft sínu starfi og á ekki að mínu mati ekki að vera við þá vinnu. Ég hef heyrt margar fleiri sögur af heilbrigðiskerfinu þar sem eru fordómar í garðs fólks af ákveðnum toga hvort sem það er fólk með offitu, geðræn vandamál, fíknivandamál eða fólk sem við myndum flokka sem ,,venjulegt” þó ég telji ,,venjulegt” ekki vera til og svo einnig einfaldlega sögur af vanrækslu lækna og hjúkrunarfræðinga. En ég læt þessar frásagnir nægja í bili. Hafandi sagt þetta þá tel ég vegna minnar eigin upplifunar 90% hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi eiga heima í sinnu vinnu og ég horfi á þá sem nokkurskonar engla ef ég má nota það orð. Mér er sérstaklega minnistæð ein hjúkrunarkona sem vinnur á gjörgæsludeild og heitir Birna en henni mun ég aldrei gleyma það sem eftir er af mínu lífi. En ég er greindur með flogaveiki en hef verið það heppinn að það hafa yfirleitt liðið tvö til þrjú ár sem ég hef fengið það sem kallast alflog, en í þeim fell ég í gólfið og missi meðvitund. En hlutaflog hefur verið partur af lífi mínu þangað til fyrir ári síðan þegar ég fékk réttu lyfin en hlutaflog er lítið flog þar sem ég missi ekki meðvitund. Fyrir rúmu ári síðan fékk ég stærsta flog sem ég hef fengið á ævinni og endaði í öndunarvél í fjóra eða fimm daga. Hægri öxlin á mér brotnaði mjög illa og eins hægri upphandleggur og er ég með tvær plötur á öxlinni og sjö skrúfur í handleggnum. Vinstri upphandleggur brotnaði líka en slapp við aðgerð. Hryggjaliðir brákuðust og brotnuðu og sá neðsti féll niður og var ég í göngugrind í tvo mánuði. Annað lungað á mér féll saman og ég fékk á endanum lungnabólgu. Ég fékk líka garnaflækju sem endaði sem 7 tíma aðgerð þar sem stór hluti af þörmunum à mér voru teknir og ber ég þess merki að vera með stóran skurð á maganum. Ég verð ævinlega þakklátur skurðlækninum því ég hefði getað endað með stóma poka eins og foreldrum mínum var tilkynnt fyrir aðgerð. Flogið var það stórt að það hafði áhrif á minnið mitt. Ég man ekki dagana á undan floginu né dagana eftir öndunarvélina. Allar hjúkrunarkonurnar og læknarnir voru búnar að kynnast mér að einhverju leyti en þegar ég fór að fá stöðugt minni og meðvitund og byrja að vera var við umhverfi mitt þá þurftu þau öll að kynna sig á nýjan leik fyrir mér og ég að kynnast þeim. Ég tel að minnisleysið í heild hafi varað með öllu í 10 til 14 daga en ég bara get ekki fullyrt það því fyrst mánuðurinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri er pínu þokukenndur fyrir mér. En Birna á gjörgæsludeild er kona með hjarta úr gulli. Tímunum saman settist hún hjá mér og byrjaði að spjalla við mig og ná mér til baka hugrænt og andlega séð. Það var pínu sjokk fyrir mig að foreldrum mínum hafi verið tilkynnt þegar ég var í öndunarvél að það væru 50% líkur á að ég myndi ekki hafa það af. Að ég hafi næstum því verið dáinn. En Birna hjúkrunarfræðingur tengdist mér á þann hátt að ég á erfitt með að lýsa því. Ég vona að einn daginn fái ég að hitta hana aftur og gefa henni stórt faðmlag og segja henni hve þakklátur ég er fyrir hana og hennar stóra hjarta. Í dag er ég á góðum flogaveiki lyfjum og hef ekki fengið flog síðan. Og einu eftirköstin er öxlin á mér og upphandleggir sem ég finn stundum til í og er með skerta hreyfigetu í hægri öxl. Ég veit ekki afhverju ég lifði þetta af en þegar læknarnir nota sjálfir orðið ,,Kraftaverk” þá er það líklegast kraftaverk og gjöf frá almættinu. Ég vildi segja frá þessari reynslu minni til að sýna fram á það að þegar kemur að fordómum og fólki sem er ekki hæft sínu starfi að þá á það ekki við alla stéttina sem um ræðir. 90% hjúkrunarfræðinga og lækna eru nákvæmlega þar sem þeir eiga að vera og Guð blessi þau öll. Varðandi bankaheiminn og fordóma að þá tel ég lesandi hafa áttað sig á því að vegna flogaveikinnar er ég á örorku. Þegar ég var yngri þá fór ég meðal annars nokkra túra á frystitogurum og vann síðan í löndun í langan tíma og átti því nokkuð af peningum strax sem ungur maður. Ég er líka það heppinn að eiga góða foreldra sem hjálpuðu mér að eignast mína fyrstu fasteign á þrítugsaldri sem þau sjálf höfðu búið í nokkur ár. Fyrir nokkrum árum seldi ég þá fasteign því ég vildi minnka við mig. Ég endaði með þó nokkrar milljónir í vasanum við þá sölu og átti vel fyrir útborgun í nýja íbúð. Ég fór í ákveðinn banka og fer í eitt útibú hans og fæ af einhverjum ástæðum höfnun á fasteignaláni þó ég stæðist vel greiðslumat og væri í A flokki hjá Credit info. En ég ákvað að gefast ekki upp og fór í annað útibú hjá sama banka og fór þar beint til yfirmanns bankans sem hristi hausinn yfir að ég hefði fengið höfnun á fasteignaláninu með þeirri staðreynd að ég ætti vel fyrir útborguninni í fasteignina til þess að fá lán og stæðist vel greiðslumat væri með öllu óskiljanlegt að mér hefði verið hafnað. Það var ekki sagt með orðum á þessum fundi en gefið í skyn undir rós afhverju mér hefði verið hafnað. Ég er á örorku. En þarna fékk ég fasteignalán á staðnum og eignaðist þar með nýja íbúð. Það nefnilega virðist skipta máli á hvernig manneskju þú hittir til þess að fá lán í bankakerfinu. Annar vinur minn átti 5 milljónir í útborgun í íbúð en fékk ekki lán og sú íbúð var alls ekki dýr. Þannig það eru margar svona sögur til hér á Íslandi þegar kemur að fordómum í garð þeirra sem eru á örorku þegar kemur að bankakerfinu og síðan líka heilbrigðiskerfinu. Það sem ég vil koma til skila í þessum pistli er að fólk í þessum stöðum sem við gætum sagt að væri frekar fordómafullt í garð annarra hvort sem það er í bankakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða annarsstaðar í okkar fallega landi setji sig í spor annarra, setji sig í spor þeirra sem nálgast það og hugsi með sér ef að staðan væri öðruvísi og að það væri ,,þau” sem væru hinumegin við borðið. Myndu þau vilja upplifa svona framkomu? Sýnum fólki samúð og skilning. Við erum öll manneskjur með okkar sögu og tilfinningar. Sýnum kærleika og styðjum hvort annað. Við erum öll manneskjur. Það eigum við sameiginlegt. Góðar stundir. Höfundur er eilífðarstúdent.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun