Rétturinn til að safna drasli Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar