Sú besta með slitið krossband og missir af EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 10:30 Alexia Putellas verður frá í hálft ár hið minnsta. Getty/Pedro Salado Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00