Erlent

Fjallaklifurmenn féllu fjögur hundruð metra

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fjallið er 4.478 metrar á hæð.
Fjallið er 4.478 metrar á hæð. Getty/KDP

Tveir svissneskir fjallaklifurmenn eru látnir eftir að hafa fallið fjögur hundruð metra frá toppi Matterhorn en fjallið er staðsett í Ölpunum á landamærum Sviss og Ítalíu.

Haft var samband við svissnesk yfirvöld á mánudag þegar mennirnir höfðu ekki skilað sér úr leiðangrinum, þeir fundust í 3.100 metra hæð en Matterhorn er 4.478 metrar á hæð. Þetta kemur fram í umfjöllun SVT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×