Fjögur möguleg skipti fyrir Durant sem Brooklyn Nets gæti samþykkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:01 Kevin Durant spilar væntanlega ekki fleiri leiki fyrir Brooklyn Nets liðið. Getty/Al Bello Það verður frekar erfitt að átta sig á landslaginu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð fyrr en við vitum hvar hinn frábæri Kevin Durant muni spila. Kappinn hefur beðið um að komast frá Brooklyn Nets þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum. Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga