Erlent

For­dæma mögu­lega dauð­arefsingu bresku her­mannanna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og stjórnvöld landsins hafa fordæmt mögulega dauðarefsingu.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og stjórnvöld landsins hafa fordæmt mögulega dauðarefsingu. EPA/Chris J. Ratcliffe

Bresk stjórnvöld hafa fordæmt það að tveir Bretar, Dylan Healy og Andrew Hill, skyldu fá dauðadóm í Rússlandi. Skýrsla frá rússneskum dómstólum var lekið í gær en samkvæmt henni verða mennirnir dæmdir til dauða.

Healy og Hill voru handsamaðir af rússneskum hermönnum í apríl og sakaðir um að berjast sem málaliðar fyrir úkraínska herinn.

Við erum í stanslausu sambandi við stjórnvöld í Úkraínu vegna mála þeirra og styðjum Úkraínu í þeirra tilraunum við að fá mennina frelsaða,“ segir í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu til BBC.

Talið er að Hill hafi verið gómaður í Mykolaiv-héraði er hann barðist með úkraínska hernum gegn Rússum. Í myndbandi sem hermenn rússneska hersins tóku af honum við handtökuna sagðist hann hafa ferðast einn til Úkraínu til að berjast.

Healy er hins vegar ekki talinn hafa verið að berjast heldur hafi hann verið í Úkraínu við hjálparstörf. Dominik Byrne, einn stofnenda hjálparsamtakana Presidium Work, segist hafa sannanir fyrir því að Healy hafi ekki tekið þátt í neinum hernaði.

Síðan stríðið hófst hafa tveir Bretar hafa verið dæmdir til dauða af Rússum fyrir að berjast sem málaliðar, þeir Shaun Pinner og Aiden Aslin. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt dóminn en Rússar segjast ætla ekki að breyta honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×