Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 19:20 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fordæmdi árás Rússa á óbreytta borgara í Odessa héraði á sameiginlegum fréttamannafundi með Jonasi Gahr Store forsætisráðherra Noregs sem heimsótti Kænugarð í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi. Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Rússar skutu tveimur eldflaugum að bænum Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa í gærkvöldi. Fyrri eldflauginni var skotið á níu hæða fjölbýlishús þar sem flestir voru sofandi heima hjá sér. Seinni eldflauginni var síðan skotið á sumarbúðir í bænum. Björgunarsveitarmenn leita í rústum fjölbýlishúss í bænum Serhiyivka um 50 kílómetra suðvestur af hafnarborginni Odessa í morgun. Rússar skutu tveimur eldflaugum sem framleiddar voru á sovéttímanum og hannaðar upp úr árinu 1960 á fjölbýlishús og sumarbúðir í gærkvöldi.AP/Nina Lyashonok Talsmaður Rússlandsforseta var fljótur að sverja af sér ódæðið í morgun og sagði Rússa ekki skjóta á óbreytta borgara, þótt sannanir fyrir hinu gagnstæða séu yfirgæfandi um alla Úkraínu. Eldflaugarnar sem Rússar notuðu í þetta skipti eru sömu gerðar og þeir skutu á verslunarmiðstöð í Kremenchuk á mánudag. Þær eru gamlar og ónákvæmar sem hernaðarsérfræðingar segja til marks um að Rússar séu búnir með nýrri og nákvæmari eldflaugar. Refsiaðgerðir Vesturlanda koma í veg fyrir að þeir fái íhluti í stýrikerfi nýrri flauga. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir árásina enga tilviljun eins og rússneskir fjölmiðlar haldi fram. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Úkraína verði sem fyrst hluti af fjölskyldu lýðræðisríkja í Evrópu.AP/Nariman El-Mofty „Þetta eru beinar rússneskar eldflaugaárásir. Þetta eru rússneskar hryðjuverkaárásir á borgirnar okkar, þorpin og á fólkið okkar, bæði fullorðna og börn," sagði Zelenskyy í dag. Í dag undirrituðu forseti Úkraínu, forseti þingsins og forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu til að undirstrika samstöðu þings og framkvæmdavalds í aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu. Forsetinn sagði aðildina forsendu þess að íbúar Úkraínu þyrftu ekki að vakna upp við sprengjuregn í framtíðinni. „Við höfum nálgast umsókn í 115 daga. Leið okkar til aðildar má ekki taka ár eða áratugi. Við verðum að fara þessa leið hratt," sagði forsetinn. Til að flýta fyrir umsóknini yrðu Úkraínumennn sjálfir vinna sína heimavinnu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar.AP/Brendan Smialowsk Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fylgdist með athöfninni með fjarfundarbúnaði. Hún sagði Úkraínu hafa skýra evrópusýn. „Það er löng leið fram undan. En Evrópa verður við hliðina á ykkur alla leið, eins lengi og það tekur að fara frá þessum myrku stríðsdögum þangað til þið farið inn um dyrnar að Evrópusambandinu okkar. Ég hef trú á Evrópuframtíð Úkraínu," sagði Ursula von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43 Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00 Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. 1. júlí 2022 13:43
Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. 30. júní 2022 21:00
Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1. júlí 2022 08:35
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53