Líst ekkert á vefsöluna og vill skerpa á lögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 11:51 Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn mótfallinn því að heimila vefsölu með áfengi. Réttara væri að herða löggjöfina til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti stofnað fyrirtæki erlendis og selt áfengi inn á íslenskan markað. Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49