Innlent

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. 
Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi.  vísir/vilhelm

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

Það vakti mikla at­hygli þegar Heim­kaup fór af stað með vef­sölu á á­fengi í gær. Það gerir fyrir­tækið í gegn um danskt fyrir­tæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu sam­steypu, en sam­kvæmt lögum mega ís­lensk fyrir­tæki ekki selja á­fengi í vef­sölu.

Vef­verslunum, sem eru skráðar er­lendis en stíla inn á ís­lenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári.

„Mér líst náttúru­lega ekkert sér­stak­lega vel á það og mér finnst þetta vera gat í lög­gjöfinni sem við þurfum al­var­lega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitt­hvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu við­brögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, þing­maður Vinstri grænna.

Hildur Sverris­dóttir, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sagði í Kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á á­fengis­lögum. Heimila þyrfti vef­sölu á Ís­landi til að jafna sam­keppnis­grund­völl.

Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjark­ey ó­sam­mála. Vinstri græn hafi verið mót­fallin vef­sölu í gegn um tíðina.

„Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðs­menn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meiri­hluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjark­ey.

Málið sé fyrst og fremst lýð­heilsu­mál. Rann­sóknir sýni að með auknu fram­boði og að­gengi að á­fengi aukist neyslan.

„Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auð­vitað marg­oft komið fram í þessari um­ræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dag­skrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitt­hvað við þetta,“ segir Bjark­ey.

Hún telur mikil­vægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vef­verslana með á­fengi á ís­lenskum markaði.


Tengdar fréttir

Kærði Heim­­kaup til lög­­reglu vegna net­verslunar

Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á sam­keppnis­markaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×