Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 30. júní 2022 08:57 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Joko Widodo, forseti Indónesíu, funduðu saman í Moskvu í dag. Contributor/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira