Jóhann Páll slær á orðróm um varaformannsframboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2022 16:29 Jóhann Páll tók sæti á Alþingi eftir kosningar í september. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segist ekki hafa í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá því í skoðanapistli að Jóhann væri að „máta varaformannsstólinn“ og hygðist skora Heiðu Björgu Hilmisdóttur, núverandi varaformann flokksins, á hólm. Í samtali við fréttastofu segist Jóhann ekki hafa neitt slíkt í hyggju. „Mér hafði reyndar ekki dottið þetta í hug fyrr en ég sá þetta í Viðskiptablaðinu. Mér þykir vænt um að pennarnir á Viðskiptablaðinu hugsi svona fallega til mín en mér líður bara vel þar sem ég er og ætla ekki að bjóða mig fram til varaformanns, og hef aldrei ætlað,“ segir Jóhann. Greint var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að Kristrún Frostadóttir væri að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún ætli þó að heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með sér í verkefnið. „Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka lokaákvörðun í sumar og reikna með að upplýsa um hana eftir verslunarmannahelgi,“ er haft eftir Kristrúnu. Jóhann telur að Kristrún yrði mjög sterkur formaður jafnaðarmanna. „Það er auðvitað hennar að ákveða. Ég vona að hún komist að réttri niðurstöðu,“ segir Jóhann. Ásamt Kristrúnu hefur Dagur B. Eggertsson verið orðaður við formannsstólinn eftir að Logi Einarsson tilkynnti að hann ætli sér að hætta sem formaður. Dagur hefur þó ekki enn viljað tjá sig um þann orðróm.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29