Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 17:01 Getty/ Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a> Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31