Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 13:55 Filipus VI konungur Spánar tekur á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í Madrid í dag. AP/Susan Walsh Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Björgunarmenn leita enn í rústum verslunarmiðstöðvar í borginni Kremenchuk í Úkraínu sem Rússar gerðu eldflaugaárás á í gær með þeim afleiðingum að 18 manns létust, þeirra á meðal börn. Innanríkisráðherra landsins segir að nú sé 21 saknað eftir árásina en um 60 manns særðust. Rússar segja að þeir hafi gert árás á vopnageymslu við hlið verslunarmiðstöðvarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir hiins vegar að verslunarmiðstöðin sjálf hafi verið skotmarkið og að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Leiðtogar NATO eru flestir mættir til Madridar höfuðborgar Spánar þar sem fundur þerra hefst formlega seinni partinn í dag en aðal fundardagarnir eru á morgun og á fimmtudag. Í dag lauk einnig leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi þar sem leiðtogarnir fordæmdu árás Rússa á verslunarmiðstöðina í gær og hétu Úkraínumönnum efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi eins lengi og þörf væri á. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræðir við Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar fyrir leiðtogafundinn í Madrid í dag.AP/Manu Fernandez Reiknað er með að NATO leiðtogarnir greini frá auknum stuðningi við Úkraínu á leiðtogafundinum í Madrid en þar er einnig vonast eftir tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu þar sem Tyrkir hafa staðið í veginum. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir fulltrúa ríkjanna hafa fundað í höfuðstöðvum NATO undanfarna daga fyrir hans milligöngu. Þeir muni einnig funda í Madrid í dag. Svíar og Finnar deili virðingu fyrir lögum með NATO ríkjunum og almennu gildismati þeirra. “Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur rofið friðinn í Evrópu. Það er mikið í húfi þannig að það er enn mikilvægara en áður að við stöndum saman. Þess vegna fagna ég aðildarumsóknum Svía og Finna að NATO í síðasta mánuði,” segir Stoltenberg. Nú væri unnið að næstu skrefum varðandi aðildarumsóknirnar.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36
Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar. 27. júní 2022 23:34