Erlent

Að minnsta kosti sautján látnir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Unnið er að leit í rústunum.
Unnið er að leit í rústunum. AP/Efrem Lukatsky

Ljóst er að sautján hið minnsta létust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í miðhluta Úkraínu í gær.

Varnarmálaráðuneytið úkraínska segir ljóst að árásin hafi verið gerð af ráðnum hug og augljóst að hún hafi verið tímasett með það í huga að sem flestir yrðu staddir í verslunarmiðstöðinni. 

Verið er að leita í rústum hússins en um þúsund manns voru inni þegar árásin var gerð, að sögn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 

Um 60 eru særðir svo vitað sé. 

Leiðtogar G7 ríkjanna sem funda í Þýskalandi hafa þegar brugðist við með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem árásin er fordæmd og bent á að árásir á almenna borgara séu stríðsglæpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×