Þorleifur á skotskónum og valinn maður leiksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 10:00 Þorleifur kom sínum mönnum á bragðið. Twitter@HoustonDynamo Tveir Íslendingar léku í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo í 2-0 sigri og Róbert Orri Þorkelsson kom af bekknum í 2-1 sigri CF Montréal. Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson í sigri Oakland Roots. Þorleifur byrjaði leik Dynamo og Chicago Fire úti á vinstri vængnum í 4-2-3-1 leikkerfi heimamanna. Kom hann sínum mönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks með skemmtilegu skoti og virtist það lengi vel ætla að vera eina mark fyrir hálfleiksins. A little leaping goal from Thor begins the scoring for us! #HoldItDown pic.twitter.com/EF0dgTH3Gv— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) June 26, 2022 Rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks bætti Darwin Quintero við marki og staðan orðin 2-0. Reyndist það lokatölur leiksins þó Houston hafi bætt við marki í síðari hálfleik, það var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Þorleifur var tekinn af velli þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en hann var valinn maður leiksins að honum loknum. First goal in front of @HustleTownSupp deserves first @MichelobULTRA Man of the Match honors for Thor #DejaloTodo pic.twitter.com/CBW2hZjAte— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) June 26, 2022 Róbert Orri fékk ekki mikinn tíma inn á vellinum en hann kom inn af bekknum á 93. mínútu í 2-1 sigri Montréal á Carlotte. Montréal er í 2. sæti Austurdeildar með 26 stig eftir 16 leiki á meðan Houston er í 8. sæti Vesturdeildar með 21 stig eftir 16 leiki. Óttar Magnús var á skotskónum fyrir lið sitt Oakland Roots sem spilar í Championship-deildinni í Bandaríkjunum. Skoraði hann úr vítaspyrnu í 3-1 sigri á varaliði Atlanta United. .@ottar7 converts from the spot #OAKvATL | @oaklandrootssc pic.twitter.com/mjuZmGyc9y— USL Championship (@USLChampionship) June 26, 2022 Roots er í 9. sæti Vesturdeildar með 24 stig eftir 19 leiki. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Þorleifur byrjaði leik Dynamo og Chicago Fire úti á vinstri vængnum í 4-2-3-1 leikkerfi heimamanna. Kom hann sínum mönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks með skemmtilegu skoti og virtist það lengi vel ætla að vera eina mark fyrir hálfleiksins. A little leaping goal from Thor begins the scoring for us! #HoldItDown pic.twitter.com/EF0dgTH3Gv— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) June 26, 2022 Rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks bætti Darwin Quintero við marki og staðan orðin 2-0. Reyndist það lokatölur leiksins þó Houston hafi bætt við marki í síðari hálfleik, það var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Þorleifur var tekinn af velli þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en hann var valinn maður leiksins að honum loknum. First goal in front of @HustleTownSupp deserves first @MichelobULTRA Man of the Match honors for Thor #DejaloTodo pic.twitter.com/CBW2hZjAte— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) June 26, 2022 Róbert Orri fékk ekki mikinn tíma inn á vellinum en hann kom inn af bekknum á 93. mínútu í 2-1 sigri Montréal á Carlotte. Montréal er í 2. sæti Austurdeildar með 26 stig eftir 16 leiki á meðan Houston er í 8. sæti Vesturdeildar með 21 stig eftir 16 leiki. Óttar Magnús var á skotskónum fyrir lið sitt Oakland Roots sem spilar í Championship-deildinni í Bandaríkjunum. Skoraði hann úr vítaspyrnu í 3-1 sigri á varaliði Atlanta United. .@ottar7 converts from the spot #OAKvATL | @oaklandrootssc pic.twitter.com/mjuZmGyc9y— USL Championship (@USLChampionship) June 26, 2022 Roots er í 9. sæti Vesturdeildar með 24 stig eftir 19 leiki.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira