Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2022 15:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur. Vísir/Arnar Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi. Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg. Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Stjórnvöld í fjölda ríkja þar sem repúblikanar eru við völd voru fljót að bregðast við hinum sögulega dómi hæstaréttar í gær. Í Kentucky, Lúisíana, Arkansas, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma og Alabama hefur þungunarrof þegar verið bannað eða takmarkað. Þá er víða byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. Þá vakti það einnig athygli að Clarence Thomas einn dómara skilaði séráliti, þar sem hann sagði tilefni til að endurskoða úrskurði sem tryggja rétt til samkynja hjónabanda og aðgengis að getnaðarvörnum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og lögfræðingur, segir að ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sé samkvæmur sjálfum sér sé aðför að þessum réttindum því miður borðleggjandi næsti leikur. „Þannig að þessi viðsnúningur er hættulegur af svo mörgum ástæðum. Þetta er ekki bara ótrúlega vond pólítík, heldur líka mjög hæpin lögfræði að manni finnst,“ segir Þorbjörg. „Staðan í Bandaríkjunum er ótrúlega alvarleg. Hæstiréttur er þarna að ráðast að grundvallarréttindum helmings allra íbúa í Bandaríkjunum. Svona bakslag eins og þetta getur hæglega haft áhrif út fyrir Bandaríkin. Og mikil áminning um það að það þarf að standa vaktina á Íslandi eins og annars staðar.“ Hún minnist umræðu um þungunarrofsfrumvarp á Alþingi 2019. Þar má til að mynda rifja upp ummæli Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins, sem talaði um „dráp á ófullburða börnum í móðurkviði“. „Maður sá það einmitt í þeirri umræðu að Ísland er ekkert undanskilið í þessum efnum og það er held ég lærdómurinn af þessu að það þarf að vera vakandi og standa vaktina, svo að svona nokkuð geti ekki gerst. Af því að þetta er bara afleiðing af því að menn hafa ekki tekið því nægilega alvarlega að þetta gæti gerst,“ segir Þorbjörg.
Bandaríkin Þungunarrof Alþingi Viðreisn Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira