Fornmunum Asteka bjargað á þurrt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2022 14:31 Trúarhof Asteka í Tenochtitlán. WikimediaCommons Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru. Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir. Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira
Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir.
Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira