Umfjöllun, myndir og viðtöl: Inter - Víkingur 0-1 | Kristall Máni tryggði Víkingi farseðilinn til Malmö Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 21:21 Pablo Punyed með boltann í leik liðanna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu torsóttan sigur þegar liðið mætti Inter Escaldes frá Andorra í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Víkingsvellinum í kvöld. Það var Kristall Máni Ingason sem tryggði Víkingi sigurinn með skallamarki sínu í seinni háfleik eftir fyrirgjöf frá Karli Friðleifi Gunnarssyni. Flestir bjuggust við þægilegu verkefni hjá Víkingum við að ryðja Inter Escaldes úr vegi. Það var hins vegar ekki raunin og heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum. Þó svo að Víkingur hafi verið mun meira með boltann í fyrri hálfleik voru það gestirnir sem fengu hættulegri færi. Í seinni hálfeik gekk Víkingum ögn betur að finna glufur á varnarmúr gestanna og Niko Hansen var tvívegis nálægt því að brjóta ísinn. Það var svo um miðbik seinni hálfleiks sem markið sem skildi liðin að og tryggði Víkingum áfram kom. Kristall Máni stangaði þá boltann í netið eftir sendingu frá Karli Friðleifi sem kom inná sem varamaður í leiknum. Þungu fargi létt af öllum Víkingum sem voru á vellinum í kvöld. Víkingur mætir Svíþjóðarmeisturum Malmö í fyrstu umferð undankeppninnar í júlí en Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Víkings, heldur um stjórnartaumana hjá sænska liðinu. Arnar: Stundum þarf að harka inn úrslitin „Við vorum of hægir í fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik að fá meira flot á boltann og spila hraðar. Þetta var ekki glæsileg frammistaða en hún dugði til og það er það sem öllu máli skiptir. Það fylgir ekki með í sögubókina hvernig við unnum bara að við höfum gert það," sagði Arnar Bergman Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Við náðum að opna þá aðeins betur í seinni hálfleik og það var ljúft að sjá Kristal Mána svífa í teignum og skora markið sem skipti máli. Við þurfum hins vegar að gera miklu betur í næstu leikjum ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit þar," sagði Arnar Bergmann enn fremur. Kristall: Ekki stressaður um að markið kæmi ekki „Þetta var ekki frábær frammistaða og við náðum okkur eiginlega aldrei í gang. Ég var hins vegar alls ekki stressaður í leiknum að við myndum ekki ná að skora. Það var bara spurning um að ná meira hraða í spilið og það tókst eftir því sem leið á leikinn," sagði Kristall Máni, hetja Víkingsliðsins. „Við vissum að þeir myndu liggja djúpt og það þyrfti þolinmæði til þess að brjóta þá á bak aftur. Það tók lengra tíma en við ætluðum okkur en það tókst. Ég veit nú ekki hversu hátt ég sveif en ég náði fínum skalla," sagði framherjinn þegar hann var beðinn um að lýsa upplifun sinni af leiknum og marki sínu. „Ég er mjög spenntur fyrir leikjunum við Malmö og að fá að reyna okkur gegn sterkari andstæðingi en við erum vanir að mæta. Við verðum líklega í hlutverki Inter Escaldes-manna í þiem leik. Þar þurfum við að vera skilvirkari í okkar sóknaraðgerðum þar sem við fáum fá tækifæri til að herja á þá," sagði hann. Af hverju vann Víkingur? Víkingum gekk betur að tvöfalda á bakverði Inter Escaldes í seinni hálfleik og komast í betri fyrirgjafarstöður. Það var eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum í leiknum sem sigurmarkið kom. Víkingar höfðu mun meiri gæði í sínum röðum og Kristall Máni slúttaði sínu færi betur en gestirnir í færum þeirra. Hvað gekk illa? Víkingum gekk afar illa að komast á flug í sóknarleiknum sínum. Sendingar voru slakar og sóknaruppbyggingin hæg lungann úr leiknum. Þá gekk Niko Hansen illa að klára þau færi sem hann fékk í leiknum. Hverjir skörðuðu fram úr? Karl Friðleifur og Ari Sigurpálsson áttu góðu innkomu inná hægri vænginn. Kristall Máni var stöðugt að reyna að finna svör við varnarleik gestanna og skoraði markið sem tryggði Víkingi og íslenskum félagsliðum mikilvægan sigur. Hvað gerist næst? Víkingur mætir Selfossi í Mjólkurbikarnum og KR í Bestu deildinni áður en liðið mætir Malmö í fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík
Íslandsmeistarar Víkings unnu torsóttan sigur þegar liðið mætti Inter Escaldes frá Andorra í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Víkingsvellinum í kvöld. Það var Kristall Máni Ingason sem tryggði Víkingi sigurinn með skallamarki sínu í seinni háfleik eftir fyrirgjöf frá Karli Friðleifi Gunnarssyni. Flestir bjuggust við þægilegu verkefni hjá Víkingum við að ryðja Inter Escaldes úr vegi. Það var hins vegar ekki raunin og heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum. Þó svo að Víkingur hafi verið mun meira með boltann í fyrri hálfleik voru það gestirnir sem fengu hættulegri færi. Í seinni hálfeik gekk Víkingum ögn betur að finna glufur á varnarmúr gestanna og Niko Hansen var tvívegis nálægt því að brjóta ísinn. Það var svo um miðbik seinni hálfleiks sem markið sem skildi liðin að og tryggði Víkingum áfram kom. Kristall Máni stangaði þá boltann í netið eftir sendingu frá Karli Friðleifi sem kom inná sem varamaður í leiknum. Þungu fargi létt af öllum Víkingum sem voru á vellinum í kvöld. Víkingur mætir Svíþjóðarmeisturum Malmö í fyrstu umferð undankeppninnar í júlí en Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Víkings, heldur um stjórnartaumana hjá sænska liðinu. Arnar: Stundum þarf að harka inn úrslitin „Við vorum of hægir í fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik að fá meira flot á boltann og spila hraðar. Þetta var ekki glæsileg frammistaða en hún dugði til og það er það sem öllu máli skiptir. Það fylgir ekki með í sögubókina hvernig við unnum bara að við höfum gert það," sagði Arnar Bergman Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir leikinn. „Við náðum að opna þá aðeins betur í seinni hálfleik og það var ljúft að sjá Kristal Mána svífa í teignum og skora markið sem skipti máli. Við þurfum hins vegar að gera miklu betur í næstu leikjum ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit þar," sagði Arnar Bergmann enn fremur. Kristall: Ekki stressaður um að markið kæmi ekki „Þetta var ekki frábær frammistaða og við náðum okkur eiginlega aldrei í gang. Ég var hins vegar alls ekki stressaður í leiknum að við myndum ekki ná að skora. Það var bara spurning um að ná meira hraða í spilið og það tókst eftir því sem leið á leikinn," sagði Kristall Máni, hetja Víkingsliðsins. „Við vissum að þeir myndu liggja djúpt og það þyrfti þolinmæði til þess að brjóta þá á bak aftur. Það tók lengra tíma en við ætluðum okkur en það tókst. Ég veit nú ekki hversu hátt ég sveif en ég náði fínum skalla," sagði framherjinn þegar hann var beðinn um að lýsa upplifun sinni af leiknum og marki sínu. „Ég er mjög spenntur fyrir leikjunum við Malmö og að fá að reyna okkur gegn sterkari andstæðingi en við erum vanir að mæta. Við verðum líklega í hlutverki Inter Escaldes-manna í þiem leik. Þar þurfum við að vera skilvirkari í okkar sóknaraðgerðum þar sem við fáum fá tækifæri til að herja á þá," sagði hann. Af hverju vann Víkingur? Víkingum gekk betur að tvöfalda á bakverði Inter Escaldes í seinni hálfleik og komast í betri fyrirgjafarstöður. Það var eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum í leiknum sem sigurmarkið kom. Víkingar höfðu mun meiri gæði í sínum röðum og Kristall Máni slúttaði sínu færi betur en gestirnir í færum þeirra. Hvað gekk illa? Víkingum gekk afar illa að komast á flug í sóknarleiknum sínum. Sendingar voru slakar og sóknaruppbyggingin hæg lungann úr leiknum. Þá gekk Niko Hansen illa að klára þau færi sem hann fékk í leiknum. Hverjir skörðuðu fram úr? Karl Friðleifur og Ari Sigurpálsson áttu góðu innkomu inná hægri vænginn. Kristall Máni var stöðugt að reyna að finna svör við varnarleik gestanna og skoraði markið sem tryggði Víkingi og íslenskum félagsliðum mikilvægan sigur. Hvað gerist næst? Víkingur mætir Selfossi í Mjólkurbikarnum og KR í Bestu deildinni áður en liðið mætir Malmö í fyrri leik liðanna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti