Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júní 2022 07:00 Jón Steinar segir niðurstöðu Hæstaréttar furðulega en hann hafi ekki búist við öðru. samsett Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. Hæstiréttur vísaði máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, frá réttinum. Magnús hlaut, ásamt öðrum sem áttu í hlut, tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2015. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Markús tapaði við hrun Glitnis samtals að minnsta kosti 7,6 milljónum króna. Jón Steinar segir niðurstöðuna furðulega. „Hvernig getur maður sem að hefur tapað margföldum mánaðarlaunum sínum dæmt í máli yfir mönnum sem sakaðir eru um að hafa valdið því tjóni?“ Í dómi Hæstaréttar segir að lækkun þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefðu numið 14,78 prósent við fall bankans og yrði sú lækkun ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma. „Ég segi nú bara kanntu annan,“ segir Jón varðandi þessi rök Hæstaréttar. „Skipta þau [efnahagsáhrifin] einhverju máli þegar verið er að meta hæfi dómara til að dæma í máli manns sem sakaður er um að hafa valdið honum stóru tjóni? Þannig hafnar rétturinn þessari kröfu Magnúsar. Þetta hljómar bara eins og furðuleg niðurstaða, auðvitað verður dómari vanhæfur við svona aðstæður.“ Viljað fá dóm Hæstaréttar á undan dómi MDE Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Mál Birkis Kristinssonar er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem meðal annars verður tekið til skoðunar hvort Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í máli hans vegna taps hans við hrunið. Jón Steinar telur að málinu fyrir Hæstarétti hafi verið flýtt til að falla á undan dómi Mannréttindadómstólsins. „Mál hans er nú komið í þann farveg að dómstóllinn hefur leitað sátt með íslenska ríkinu og kæranda [Arnari], sem er nú aldrei gert nema það sé talið að um brot sé að ræða. Þannig nú megum við eiga von á dómi þar ytra. Ef að líkum lætur, ég auðvitað veit það ekki, kemur áfellisdómur yfir þessari málsmeðferð á Íslandi þar sem maður sem á slíkra hagsmuna að gæta, og enginn veit af, dæmir í máli sakbornings.“ Jón segir að BK-málinu svokallaða hafi upphaflega verið frestað þangað til dómur yrði kominn í málinu í Strassborg, þar sem niðurstaða Mannréttindadómstóls kynni að hafa áhrif þegar vanhæfi Markúsar yrði metið fyrir Hæstarétti. „Síðan gerist það allt í einu ekki fyrir svo löngu að rétturinn hefur samband við lögmanninn og boðar í málflutning í þessu máli. Lögmaðurinn kemur auðvitað af fjöllum út af þessu samkomulagi um að fresta því en allt í einu lá mikið á og málið var flutt og dæmt. Það var nú bara eins og fyrrverandi forseti réttarins hafi stýrt réttarhöldunum því þeir komast að þessari furðulegu niðurstöðu.“ Jón telur því líkur á því að Markús hafi áttað sig á því að dómur ytra myndi falla þar sem hann yrði talinn vanhæfur. „Hann hafi þá frekar viljað fá dóm hér heima fyrst, þar sem hann veit að hann verður hreinsaður af þessu áður en Mannréttindadómstóllinn kemst að gagnstæðri niðurstöðu. Enda er sá dómur ekki bindandi að íslenskum rétti,“ segir Jón Steinar að lokum. Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hæstiréttur vísaði máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, frá réttinum. Magnús hlaut, ásamt öðrum sem áttu í hlut, tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2015. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Markús tapaði við hrun Glitnis samtals að minnsta kosti 7,6 milljónum króna. Jón Steinar segir niðurstöðuna furðulega. „Hvernig getur maður sem að hefur tapað margföldum mánaðarlaunum sínum dæmt í máli yfir mönnum sem sakaðir eru um að hafa valdið því tjóni?“ Í dómi Hæstaréttar segir að lækkun þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefðu numið 14,78 prósent við fall bankans og yrði sú lækkun ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma. „Ég segi nú bara kanntu annan,“ segir Jón varðandi þessi rök Hæstaréttar. „Skipta þau [efnahagsáhrifin] einhverju máli þegar verið er að meta hæfi dómara til að dæma í máli manns sem sakaður er um að hafa valdið honum stóru tjóni? Þannig hafnar rétturinn þessari kröfu Magnúsar. Þetta hljómar bara eins og furðuleg niðurstaða, auðvitað verður dómari vanhæfur við svona aðstæður.“ Viljað fá dóm Hæstaréttar á undan dómi MDE Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Mál Birkis Kristinssonar er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem meðal annars verður tekið til skoðunar hvort Markús hafi verið vanhæfur til að dæma í máli hans vegna taps hans við hrunið. Jón Steinar telur að málinu fyrir Hæstarétti hafi verið flýtt til að falla á undan dómi Mannréttindadómstólsins. „Mál hans er nú komið í þann farveg að dómstóllinn hefur leitað sátt með íslenska ríkinu og kæranda [Arnari], sem er nú aldrei gert nema það sé talið að um brot sé að ræða. Þannig nú megum við eiga von á dómi þar ytra. Ef að líkum lætur, ég auðvitað veit það ekki, kemur áfellisdómur yfir þessari málsmeðferð á Íslandi þar sem maður sem á slíkra hagsmuna að gæta, og enginn veit af, dæmir í máli sakbornings.“ Jón segir að BK-málinu svokallaða hafi upphaflega verið frestað þangað til dómur yrði kominn í málinu í Strassborg, þar sem niðurstaða Mannréttindadómstóls kynni að hafa áhrif þegar vanhæfi Markúsar yrði metið fyrir Hæstarétti. „Síðan gerist það allt í einu ekki fyrir svo löngu að rétturinn hefur samband við lögmanninn og boðar í málflutning í þessu máli. Lögmaðurinn kemur auðvitað af fjöllum út af þessu samkomulagi um að fresta því en allt í einu lá mikið á og málið var flutt og dæmt. Það var nú bara eins og fyrrverandi forseti réttarins hafi stýrt réttarhöldunum því þeir komast að þessari furðulegu niðurstöðu.“ Jón telur því líkur á því að Markús hafi áttað sig á því að dómur ytra myndi falla þar sem hann yrði talinn vanhæfur. „Hann hafi þá frekar viljað fá dóm hér heima fyrst, þar sem hann veit að hann verður hreinsaður af þessu áður en Mannréttindadómstóllinn kemst að gagnstæðri niðurstöðu. Enda er sá dómur ekki bindandi að íslenskum rétti,“ segir Jón Steinar að lokum.
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00