Menning

„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju.
Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju. Café Pysja

Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi.

Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni?

Á sýningunni er ég að reyna að ná fram tilfinningunni um sumar og afslappað andrúmsloft. Augnablik og póstkort frá sólríku sumarfríi í Póllandi. Svo var ég á sama tíma með málverk frá rómantíska myndlistar tímabilinu og Impressionisma í huga.

Áttu auðvelt með að yfirfæra erótík inn í list þína?

Ég held að það séu tveir megin þættir sem hafa áhrif á lokaútkomuna, ljósmyndin og sjónarhorn áhorfenda, það er hvernig þeir túlka myndirnar mínar. Sama ljósmyndin af nöktu viðfangsefni getur verið ó-erótísk fyrir einum og erótísk fyrir öðrum.

 Þú getur sem dæmi tekið mynd af blómum sem erótísk, eins og í Araki, og nektarmyndir af fólki sem eru ekki erótískar.

Myndatakan sjálf og staðurinn hefur áhrif á myndina og mikilvægast af öllu er karakter fyrirsætunnar. Sumar myndir búa yfir erótískari víbrum en aðrar og það gerist náttúrulega.

Hvenær byrjaðir þú að mynda nekt og af hverju valdirðu það viðfangsefni?

Ég byrjaði að taka myndir af nöktu fólki í ljósmynda tímum í listnámi þegar ég var í menntaskóla. Ég þurfti að ná fram eins mínimalískum formum og mögulegt var, ekkert óþarfa eins og til dæmis föt máttu vera á myndinni.

Svo áttaði ég mig fljótlega á því að mér finnst skemmtilegra að taka myndir á meðan að fyrirsætur eru að skipta um föt eða bara að hvíla sig á milli svona alvöru pósa. Út frá því breytti ég staðsetningu myndanna frá stúdíóinu yfir á venjuleg heimili og úti í náttúrunni.

Annars hef ég alltaf elskað að teikna og mála og einblíndi gjarnan á útlínur og lögun fólks. Ég var líka mjög hrifinn af listamönnum sem máluðu fólk og nekt eins og Modigliani, Renoir og fleiri sem ég lærði um í skólanum. Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér.

Hvernig hafa viðbrögðin verið við verkunum þínum?

Ég held að almennt séð sé fólk hrifið af þeim. Stundum koma verkin þeim á óvart af því þau kannast kannski við göturnar sínar eða vini sína í myndunum mínum. En ég er mjög glaður því fyrirsætur eru að hafa samband af því þær vilja sitja fyrir á myndunum mínum og eru almennt mjög ánægðar með útkomuna. Það er frábært að geta unnið með mikið af skapandi og almennilegu fólki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.