Erlent

Flaug til Mallorca eftir að hafa verið neitað um þungunarrof á Möltu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Til stóð að flytja Prudente með sjúkraflugi til Mallorca í gær.
Til stóð að flytja Prudente með sjúkraflugi til Mallorca í gær.

Bandarísk kona sem hefur ekki fengið að gangast undir þungunarrof á Möltu þrátt fyrir að hún sé að missa fóstur og að heilsa hennar sé í hættu, fékk í gær grænt ljós frá tryggingafélaginu sínu til að ferðast til Spánar til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Vísir greindi frá máli Andreu Prudente, 38 ára, sem var á ferðalagi á Möltu þegar henni fór að blæða og ljóst varð að hún væri að missa fóstur. Hún var komin 16 vikur á leið.

Þar sem þungunarrof eru bönnuð á Möltu var Prudente tjáð af læknum að best væri fyrir hana að fara aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjarta fóstursins hætti að slá eða að hún fengi sýkingu. 

Fyrr gætu þeir ekki hjálpað henni.

Prudente hefur nú útskrifað sig sem sjúkling á sjúkrahúsinu gegn læknisráði, þar sem læknarnir neituðu að gefa henni heimild til að fljúga og sögðu hana þurfa að vera undir eftirliti.

Ef marka má nýjustu fregnir af málinu var hún flutt með sjúkraflugi til Mallorca í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×